Beint í efni

Múffa

Múffa
Höfundur
Jónas Reynir Gunnarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Alma er doktor í heimspeki og fyrrverandi háskólakennari en síðan þau Bjössi fluttu á æskuslóðir hans hefur hún kennt við grunnskólann í þorpinu og litað hárið á sér bleikt. Markús stjúpsonur hennar býr hjá þeim, þrjátíu og þriggja ára gamall og situr inni í herbergi í tölvunni dag og nótt. Pakki sem hann fær sendan í pósti einn daginn markar þáttaskil – fyrir þau öll.

Úr bókinni

   Markús, þrjátíu og þriggja ára stjúpsonur hennar, lifði í draumi, þrátt fyrir að vera nú vakandi um miðja nótt. Höfundar draumsins voru bandarískir tölvuleikjahönnuðir og japanskir klámframleiðendur. Markús bjó í veröld sem var búin til af þessu ókunnuga fólki, öllum þessum listamönnum sem bjuggu til teiknimyndirnar sem hann var alltaf að horfa á, perrunum sem skrifuðu bækurnar og myndasögurnar sem hann las, öllum kvikmyndaleikstjórunum, teiknurunum, leikkonunum, svo ekki væri minnst á gos- og snakkfyrirtækin og aðila sem báru ábyrgð á því að örbylgjuborgarar og kjötlokur fengust í sjoppunni. Þarna átti Markús heima. Það sem aðrir kölluðu lífið var ekki til fyrir honum.
   Rykið hékk í loftinu. Það var næstum of létt til að falla niður en gerði það samt, ofurhægt, og Ölmu fannst allt vera að líða upp í átt að skýjunum, í átt að einhverju óendanlegu. Það er eitthvað þarna, hugsaði hún og heyrði þá aftur skruðningana sem höfðu vakið hana. Þeir bárust frá vesturhlið hússins, frá gaflinum. Alma gekk í áttina að þeim. Þegar hún kom fyrir hornið sá hún hvað það var sem framkallaði hljóðið. Henni varð skyndilega mjög kalt.

(s. 12-13)

 

Fleira eftir sama höfund

Millilending

Lesa meira

Þvottadagur

Lesa meira

Dauði skógar

Lesa meira

Krossfiskar

Lesa meira

Stór olíuskip

Lesa meira

Leiðarvísir um þorp

Lesa meira
kákasus-gerillinn

Kákasus-gerillinn

þessari óþægilegu tilfinningu sem alltaf er þarna í bakgrunninum
Lesa meira