Um vefinn

Bókmenntavefur Borgarbókasafns Reykjavíkur

Bókmenntavefur Borgarbókasafns, bokmenntir.is, var opnaður árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu. Hann var settur á laggirnar sem hluti af samstarfsverkefni sex Menningarborga ársins og hlaut verkefnið styrk frá Evrópusambandinu. Borgarbókasafn ákvað síðan að halda uppbyggingu síns hluta vefjarins áfram og geymir hann nú upplýsingar um yfir eitt hundrað íslenska samtímahöfunda. Fyrsti ritstjóri vefjarins var Kristín Viðarsdóttir.

Á vefnum má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af öllum toga, skáldsagna- og smásagnahöfunda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld. Hér má lesa æviágrip höfunda, yfirlitsgreinar bókmenntafræðinga um höfundarverkið sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir vefinn, persónulega pistla frá höfundunum sjálfum, ítarlegar ritaskrár og brot úr verkum, ásamt listum yfir greinar og umfjallanir um verkin. Vefurinn er á íslensku og ensku.

Vefurinn er gagnvirkur og eru lesendur hvattir til að senda inn athugasemdir og álit á bókum á síðum viðkomandi verka.

Bókmenntavefnum er ætlað að kynna og auka áhuga á íslenskum samtímahöfundum innan lands og utan og gera upplýsingar um þá aðgengilegar á einum stað. Við val höfunda á vefinn er það haft að leiðarljósi að þeir hafi gefið út að minnsta kosti þrjú skáldverk og hafi það nýjasta komið út á síðustu fimm árum.

Bókmenntavefurinn hefur hlotið auk áðurnefnds styrks frá Evrópusambandinu, styrki frá Menningarborgarsjóði, Bókmenntakynningarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Ritstjóri vefjarins er Björn Unnar Valsson.

Bókmenntavefur Borgarbókasafns
Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 411 6100
Björn Unnar Valsson: bjorn.unnar.valsson[hjá]reykjavik.is
 

Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál