Fréttir

Auður, Hildur og Ragnar verðlaunuð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær, miðvikudag 8. janúar.

Verðlaunahafarnir eru eftirfarandi.

Í flokki fagurbókmennta: Auður Ava Ólafsdóttir fyrir skáldsöguna Ör. Benedikt bókaútgáfa gefur út.

Í flokki barna- og unglingabóka: Hildur Knútsdóttir fyrir skáldsöguna Vetrarhörkur. JPV gefur út.

Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Ragnar Axelsson fyrir Andlit norðursins: Ísland, Færeyjar, Grænland. Crymogea gefur út.

Þau Auður, Hildur og Ragnar hljóta öll verðlaunin í fyrsta sinn. Auður var áður tilnefnd árið 2012 fyrir skáldsöguna Undantekningin: (de arte poetica). Hildur hlaut tvær tilnefningar fyrir árið 2016 en auk Vetrarharka var hún tilnefnd ásamt meðhöfundi sínum Þórdísi Gísladóttur fyrir Doddi: bók sannleikans. Þá var hún tilnefnd árið 2015 fyrir Vetrarfrí – fyrri hluta sögunnar sem lýkur með Vetrarhörkum.

Aðrar tilnefndar bækur og verðlaunahafa fyrri ára má lesa um á síðu verðlaunanna hér á vefnum.

Sjá einnig síður Auðar Övu hér á vefnum; umfjöllun Más Mássonar Maack um Ör; og umfjöllun Maríu Bjarkadóttur um Vetrarhörkur.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál